A+    A-

Ég fann ekki það sem ég vil spyrja um í listanum. Hvernig get ég komið fyrirspurn á framfæri?

Vinsamlega smelltu á Hafðu samband og sendu okkur skilaboð með spurningu þinni og við munum íhuga að bæta henni við í „Spurt og svarað“.

Back to Index

Hvað merkir að velja staðsetningu birgja áður en leit hefst?

Tækifærin eru merkt með staðsetningu sem gefur til kynna land/hérað/borg þar sem tækifærið er í boði. Leitin nær aðeins til tækifæra í vöruhúsinu sem þú ert i. Hún nær ekki til tækifæra í hinum vöruhúsunum. Til þess þarftu að velja annað vöruhús áður en þú ferð að leita aftur.

Back to Index

Get ég leitað í öllum vöruhúsunum samtímis í einni og sömu leit?

Nei, enn sem komið er getur þú aðeins leitað að tækifærum í einu vöruhúsi í einu. Þú þarft fyrst að fara efst hægra megin á forsíðunni og velja vöruhúsið sem þú vilt leita í áður en þú byrjar leitina.

Back to Index

Fyrir hverja er vöruhúsið, er það fyrir einhvern sérstakan aldurshóp?

Vöruhúsið er einkum hugsað fyrir fólk yfir fimmtugt, sem langar að feta nýjar slóðir í lífinu. En innihald hinna ýmsu rekka getur vissulega líka höfðað til og verið áhugavert fyrir fleiri aldurshópa.

Back to Index

Mér finnst vanta meiri og betri kynningu á birgjum vara sem boðið er upp á. Getið þið bætt slíku við?

Vinsamlega sendu okkur skilaboð með því að smella á Hafðu samband og segðu okkur hvort um almenna fyrirspurn er að ræða eða varðandi tiltekna birgja og við reynum að bæta úr því.  Vefsíðan er og mun verða í stöðugri þróun.

Back to Index

Hvað á ég að gera ef tengillinn á vöruna sem ég ætlaði að skoða virkar ekki?

Vinsamlega smelltu á Hafðu samband og segðu okkur að hvaða vöru þú varst að leita..

Back to Index

Hvar get ég fundið upplýsingar um hver ber ábyrgð á vöruhúsinu og hver starfrækir það?

Þú smellir á Um okkur og síðan á Ábyrgðaraðilar og/eða Rekstrarfyrirkomulag. Þar má finna upplýsingar um hverjir bera ábyrgð á evrópska vöruhúsinu og því íslenska og um rekstrarfyrirkomulag þeirra. Þú getur líka fundið upplýsingar um þær gæðakröfur sem fylgt er í starfsemi vöruhúsanna. Ef þig langar að fá nöfn þeirra einstaklinga sem eru ábyrgir þá vinsamlega smelltu á Hafðu samband og sendu fyrirspurn um það.

Back to Index

Það eru svo mörg áhugaverð tækifæri í boði í vöruhúsinu. Hvernig get ég vistað leitina mína svo ég geti fundið áhugaverðar upplýsingar aftur?

Skráðir notendur vöruhússins geta skráð sig inn á Mínar síður þar sem hægt er að vista leitarniðurstöður. Vinsamlega smelltu á Skráning efst á forsíðunni og fylltu ut upplýsingar um þig og skömmu síðar færðu tölvuskeyti með staðfestingu á að þú sért komin(n) í hóp skráðra notenda.

Back to Index

Ég veit ekki hvernig ég get leitað að tilteknu tækifæri. Getið þið aðstoðað?

Þú getur notað leitarborðann á forsíðunni fyrir neðan rauða borðann. Í reitnum fyrir leitarorð þar sem spurt er Eftir hverju viltu leita? geturðu slegið innleitarorð, setningu eða spurningu að eigin vali. Í reitnum Staðsetning birgja geturðu takmarkað leitina við ákveðið svæði. Í næsta reit geturðu takmarkað leitina við ákveðna rekka. Ýttu síðan á Leita. Þú getur líka valið leitarorð án þess að takmarka leitina við svæði eða rekka.

Back to Index