A+    A-

Samstarfsaðilar

Verkefnin BALL (Be Active through Lifelong Learning) og Catch the BALL voru unnin í góðu samstarfi aðila í mörgum Evrópuríkjum, Íslandi, Póllandi, Spáni, Litháen og Bretlandi.

Samstarfsaðilar í BALL verkefninu voru:

U3A Reykjavik, Háskóli þriðja æviskeiðsins, Íslandi – sjálfstæð samtök fólks á þriðja æviskeiðinu, árunum eftir fimmtugt, sem bjóða dagskrá og óformlegan vettvang til náms og þekkingarmiðlunar (sjá u3a.is).

 

Evris Foundation ses, Íslandi – Sjálfseignarstofnun sem stofnuð var til þess að miðla íslenskri þekkingu og reynslu til annarra Evrópulanda og öfugt. (sjá evris.org).

 

Lubelski Uniwersytet Trzeciego Wieku (LUTW), Háskóli þriðja æviskeiðsins í Lublin, Póllandi – stofnun sem starfar undir stjórn Society of the Polish Free University, Lublin Branch. Grunnstarfsemi LUTW er menntun, sjálboðastarf eldri borgara og ritstjórn (sjá: http://www.utw.lublin.pl/).

 

Universidad Permanente de la Universidad de Alicante (UPUA),Háskóli þriðja æviskeiðsins í Alicante, Spáni – Áætlun undir hatti Háskólans í Alicante um  með það að markmiði að stuðla að framgangi vísinda, menningar og samskipti milli kynslóða (sjá: https://web.ua.es/en/upua/).

Samstarfsaðilar í verkefninu Catch the BALL voru:

U3A Reykjavik, Háskóli þriðja æviskeiðsins, Íslandi og Evris Foundation ses, sem lýst er hér að ofan.

 

Kaunas STP, Kaunas Science and Technology Park,Vísinda – og tæknigarðar í Kaunas, Litháen. Kaunas STP býr yfir meira en 15 ára reynslu af því að aðstoða og styðja tæknilega nýskapandi smá og meðalstór fyrirtæki, sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem verða til upp úr hliðarstarfsemi á Kaunas svæðinu og í Litháen (sjá kaunomtp.lt/en)

 

MBM, Training  and Development Center (MBM TDC)í Liverpool, Bretlandi. MBM er þjálfunamiðstöð með það að markmiði að byggja upp á sjálfbæran hátt mannauð og vaxtarmöguleika  með því að láta markmiðsþróun, nýsköpunarfærni og nýja vaxtarsprota vinna saman á heildstæðan hátt (sjá:mbmtraining.uk/)